top of page

Lög Samtaka forstöðumanna sundstaða á Íslandi

Samþykkt á stofnfundi samtakanna 24. mars 1995.

 

Endurútgefin eftir breytingar á 4. málsgr. á aðalfundi 17. okt. 1998 og orðalags breytingar á 2.  málsgrein og viðbót við 4. málsgrein, á aðalfundi félagsins 1. nóvember 2002. Breytingar á 4. og 5. gr. 9. tölulið á aðalfundi 20.okt.2006. Breytingar á 4. og 5. gr. 9. tölulið á aðalfundi 29.okt. 2010. Breytingar á 4. grein á aðalfundi félagsins 14.nóv.2014.

 

1.     grein.

 

Nafn samtakanna er "Samtök forstöðumanna sundstaða á Íslandi".

Skammstafað SFSÍ

2.     grein.

 

Rétt til aðildar að samtökunum eiga forstöðumenn/stjórnendur eða fulltrúar viðurkenndra sund- og baðstaða sem starfa samkvæmt þeim lögum og reglugerðum sem yfir þá ná

 

3.     grein.

 

Tilgangur og markmið samtakanna skulu vera m.a:

  • Stuðla að aukinni þekkingu meðal félagsmanna og starfsmanna sund og baðstaða s.s. með námskeiðum, fræðslufundum, útgáfustarfsemi, erlendum samskiptum og fleira er varðar alla rekstrarþætti sund og baðstaða.

  • Stuðla að auknu öryggi á sund og baðstöðum með þátttöku í mótun öryggisreglna og öflun upplýsinga um allt er varðar alla rekstrarþætti sund og baðstaða.

  • Stuðla að auknu samstarfi milli forstöðumanna og þeirra aðila, sem lögum og reglum samkvæmt, fara með ýmis mál er varða sund og baðstaði.

 

4.     grein.

 

Stjórn samtakanna skal skipuð 5 mönnum. Stjórnin skal kosin beinni kosningu á aðalfundi. Stjórn skal kosin til tveggja ára í senn. Kjósa skal sérstaklega um formann og gjaldkera og síðan þrjá meðstjórnendur. Jafnframt skal kjósa 2 varamenn. Annan til eins árs og hinn til tveggja ára. Síðan alltaf til tveggja ára.

 

Annað árið skal kjósa um formann og einn meðstjórnenda, hitt árið skal kjósa um gjaldkera og tvo meðstjórnendur.

 

Þá skal kjósa tvo skoðunarmenn reikninga félagsins og 3ja manna kjörnefnd til eins árs í senn.

Kjörnefnd skal senda út hvatningu til félagsmanna um framboð minnst tveimur vikum fyrir aðalfund.

5.     grein.

 

Aðalfundur er æðsta vald samtakana og skal haldinn í október/nóvember ár hvert.

 

Dagskrá aðalfundar er eftirfarandi:

1. Setning aðalfundar.

2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.

3. Skýrsla stjórnar.

4. Ársreikningar lagðir fram til samþykktar.

5. Lagabreytingar.

6. Ákvörðun um ársgjald.

7. Kosning stjórnar, samkvæmt 4. grein laga.

8. Kosning endurskoðenda og eins til vara, samkvæmt 4. grein laga.

9. Kosning kjörnefndar samkvæmt 4. grein laga.

10. Önnur mál

6.     grein.

 

Lögum þessum skal einungis heimilt að breyta á aðalfundi samtakanna og gildir þá einfaldur meirihluti.

Reglugerðir sundstaða

bottom of page